- Advertisement -

Blása byr í segl Sósíalista

„...illa læsir andstæðingar okkar eru á samfélagið og hversu álabbalegir þeir eru í aðgerðum sínum.“ Gunnar Smári segir ekki hægt að forðast póltískar árásir.

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Það er ekki hægt að forðast pólitískar árásir. Þau sem það reyna forðast allt sem getur kallað á neikvæð viðbrögð nokkurs manns og gerir því á endanum ekki neitt. Fyrir hreyfingu eins og sósíalista er mikilvægt að forðast ekki árásir, en læra þess í stað að nýta athyglina hreyfingunni til góðs. Greinaskrif Agnesar Bragadóttur í Mogganum um helgina beindi athygli fólks að verkefninu Fólkið í Eflingu og við reyndum að nýta það til fulls, þótt tilefnið hafi verið neikvætt. Á þeim tíma sem er liðin frá því Moggafréttin birtist hefur lækum á síðuna sem birtir sögurnar af Fólkinu í Eflingu fjölgað um nær 30 prósent, og síðan er öflugri og langdrægari sem því nemur. Einstökum sögum hefur verið dreift af áttatíu manns um helgina og fengið allt að 700 læk, hjörtu og aðra viðurkenningu og þær hafa hver um sig birst hjá um 20 þúsund manns á Facebook. Þetta verkefni hefur því aldrei verið öflugra en eftir að Mogginn fjallaði um það og taldi sig með því vera að koma höggi á hreyfinguna.

Svipað gerðist eftir kappræður oddvita í Reykjavík í vor þegar Einar Þorsteinsson, fréttamaður og sjálfstæðismaður úr Kópavogi, reyndi að slá Sönnu Magdalenu út af laginu með spurningu um hvernig hún gæti verið í framboði fyrir flokk sem ég tengdist, eins og ég væri kunnur af því að éta börn.

Svipað gerðist eftir kappræður oddvita í Reykjavík í vor þegar Einar Þorsteinsson, fréttamaður og sjálfstæðismaður úr Kópavogi, reyndi að slá Sönnu Magdalenu út af laginu með spurningu um hvernig hún gæti verið í framboði fyrir flokk sem ég tengdist, eins og ég væri kunnur af því að éta börn. Sami Einar hafði ekki spurt Bjarna Benediktsson út í Panamaskjölin 2016 (sem þó var ástæða falls ríkisstjórnar) og ekki um vernd ráðherra og þingflokka Sjálfstæðisflokksins yfir stuðningsmönnum dæmdra barnaníðinga 2017 (sem þó var ástæða falls ríkisstjórnar). Okkur tókst að nýta þessa árás og sósíalistar voru eini flokkurinn sem var í sókn fram að lokun kjörstaða í vor, fékk fleiri atkvæði en Miðflokkur og Flokkur fólksins, og miklu fleiri atkvæði en VG og Framsókn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta eru ekki síðustu árásir andstæðinga okkar. Það kemur æ betur í ljós að auðvaldið telur sig standa mest ógn af vaxandi hreyfingu sósíalista og þeim áhrifum sem sósíalistar hafa haft á umræðuna og endurreisn hagsmunasamtaka almennings. Ég reikna með að í framtíðinni muni árásum á hreyfinguna fjölga og þær verði æ ósvífnari, en treysti að okkur takist í framtíðinni, sem hingað til, að láta þær styrkja okkur og efla. Það er margt sem bendir til að svo verði, ekki síst hversu illa læsir andstæðingar okkar eru á samfélagið og hversu álabbalegir þeir eru í aðgerðum sínum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: