- Advertisement -

Borgin láti af tvíborgunum

Fréttin hefur verið uppfærð.

„Lagt er til að kjörnir fulltrúar og annað starfsfólk Reykjavíkurborgar fái ekki greitt fyrir stjórnar- og nefndarsetu á vegum borgarinnar og stofnunum og fyrirtækjum á hennar vegum ef fundir og undirbúningur undir þá fer fram á vinnutíma aðalstarfs viðkomandi starfsfólks.“

Þannig hljómar tillaga sem Sanna Magdalena Sósíalistaflokki leggur fram í borgarráði á morgun.

Sanna rökstyður tillöguna: „Kjörnir fulltrúar og stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa þegið þóknanir fyrir stjórnar- og nefndarsetu í fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar og fyrirtækjum og stofnunum sem Reykjavíkurborg er aðili að þótt fundir fari fram í vinnutíma aðalstarfs viðkomandi. Þessir starfsmenn hafa því í raun verið tvíborgaðir á meðan á fundum og undirbúningi fyrir þá stendur. Þetta er óþörf sóun á almannafé og ýtir undir sjálftöku stjórnenda hjá hinu opinbera, sem orðið er vaxandi vandamál í samfélaginu, veldur úlfúð á vinnumarkaði og dregur úr trausti almennings á stofnunum samfélagsins og lýðræðisvettvangi ríkis og sveitarfélaga.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Uppfærsla:

„Ég er ekki að leggja hana fram í borgarráði á morgun, heldur er hún loksins til umfjöllunar en ég lagði hana fram á fyrsta borgarstjórnarfundi og það hefur tekið tillöguna svona langan tíma að rata inn á borð borgarráðs til umfjöllunar,“ segir Sanna Magdalena vegna fréttarinnar. En málið verður eigi að síður á dagskrá borgarráðs á morgun.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: