- Advertisement -

Eins og svartasta afturhaldsstjórn

Björgvin Guðmundsson.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (Vinstri grænna) hefur nú verið við völd í rúma 7 mánuði. Á því tímabili hefur ríkisstjórnin ekkert gert fyrir aldraða og öryrkja eða aðra sem minna mega, sín, EKKERT. Ekki hækkað lífeyri um 1 krónu að eigin frumkvæði. Katrín skýrði þinginu frá því, að ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthvað fyrir aldraða og öryrkja og aðra sem minna mega sín síðasta vor. En ekki var staðið við það. Ekkert var gert. Það eina, sem hefur verið gert var að skipa nefnd til þess að svæfa málið fram á næsta vetur.
Svartasta afturhaldsstjórn hefði ekki staðið sig verr fyrir þessa aðila en ríkisstjórn sósíalistiska vinstri flokksins! Það er ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni. Sá flokkur vill ekki, að neitt verði gert fyrir aldraða og öryrkja áður en samið verður á almennum vnnumarkaði.
Línan er þessi: Fyrst á að semja um 2% launahækkun fyrir verkafólk, sem skiptir engu máli. Og síðan á að láta aldraða og öryrkja fá sömu hungurlúsina, 2% hækkun lífeyris.
Það er ömurlegt hlutskipti VG að hjálpa íhaldinu við að halda launum verkafólks og lífeyri aldraðra niðri.
Forsætisráðherra veit, að ekki er unnt að lifa af lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja, hjá þeim,sem hafa eingöngu tekjur frá TR: 204 þús. á mánuði eftir skatt hjá giftum öldruðum og 243 þús eftir skatt hjá einhleypum. Eins og húsaleiga og húsnæðiskostnaður er í dag er engin leið að lifa af þessari hungurlús.
Þetta er sveltistefna. Það er hreint mannréttindabrot að skammta öldruðum og öryrkjum svo naumt og fráleitt fyrir Ísland að taka sæti í mannréttindaráði Sþ á meðan islenska ríkisstjórnin fremur svona gróf mannréttindabrot á Íslandi.
Hvað er VG eiginlega að gera í þessari ríkisstjórn? Flokkurinn sótti það fast að komast í stjórn með íhaldiinu. Ekki var það til þess að framkvæma nein stefnumál VG eða bæta kjör þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu. Var það einungis til þess að fljúga um loftin blá og hafa á þriðju milljón á mánuði i laun?

Björgvin Guðmundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: