- Advertisement -

Fanstaskapurinn með Fiskistofu

Viðhorf Sennilegast er að ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannsson ráðherra, um flutning Fiskistofu til Akureyrar, gangi ekki eftir. Trúlegt er að ákvörðun ráðherrans stangist á við lög. Og sé því andvana fædd. Líkur eru á að ráðherrann hafi gleymt að kanna lagagrunninn, gleymt að reikna út kostnaðinn af flutningnum og svo hitt hvaða áhrif það hefur á starf Fiskistofu þurfi að manna stofnunina nánast upp á nýtt. Reyndar er einn annar möguleiki, hann er sá, að ráðherrann hafi munað eftir því sem talið var upp hér að ofan, en hann hafi bara ekki hirt um þessi atriði. Það er verra en gleymska.

Það er fínt að vilja styrkja Akureyri og nágrenni. Sem og svo margt annað. En er ekki nokkuð gróft að færa atvinnu frá einum og færa hana öðrum? Er það lausn?

Ekki kemur mér til hugar eitt einasta augnablik að ráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson hafi eitt einasta augnablik að starfsmenn Fiskistofu myndu meta aðgerðir ráðherrans og flytja glaðir milli landshluta. Þetta er fantaskapur.

Fiskistofa er með starfstöðvar hér og þar á landinu. Líka á Akureyri. Ráðherra hefði verið í lófa lagið að auka jafnt og þétt starfið á Akureyri. Það gæti gerst með eðilegri endurnýjun starfsmanna. En ekki með svona fantaskap.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fari svo að ráðherra verður undir, að ákvörðun hans verði gert afturræk, hefur hann rótað í starfsfólki Fiskistofu, fjölskyldum þess og skapað tóm leiðindi. Allt vegna fljótfærni, eða fantaskapar.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: