- Advertisement -

Hinn harði stálhnefi Valhallar

„Við erum brenndar af samskiptum okkar við ríkið,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir oddviti ljósmæðra í átökum þeirra við ríkisstjórn Íslands. Víst er að Bjarni Benediktson hefur ráðið för ríkisstjórnarinnar og Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt á eftir. Það virðist vera þeirra hlutverk.

Af orðum Katrínar Sifjar má sjá að ljósmæður hafa gefist upp og freista þess að gerðardómur sýni þeim annað andlit en óvinveitt ríkisstjórn hefur gert. Þær vonast þeir eftir skilning sem samningslaus samninganefnd ríkisins hefur gert og sama á við um Bjarna fjármálaráðherra.

Þrátt fyrir fögur orð, einkum frá Vg, um að rétta hag kvennastétta er tilfinning ljósmæðra allt önnur.

„Við höfum upplifað harðar aðgerðir gegn okkur ljósmæðrum sem við höfum ekki séð gegn öðrum félögum og sérstaklega ekki karlastéttum. Það er borðleggjandi munur á framkomu og velvilja. Þetta er annað hvort vanvirðing eða vanþekking gagnvart kvennastéttum. Annað hvort er það. Svo sannanlega sitjum við ekki við sama borð, þegar kemur að samningum, og týpískar karlastéttir,“ svaraði Katrín Sif þegar hún var í viðtali í Reykjaví síðdegis á Bylgjunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í liði Valhallar hefur áður verið talað um hinn harða stálhnefa. Nú hefur hann verið krepptur. „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ segir máltækið og þetta vita ljósmæður sem flúðu stálhnefann harða og komu máli sínu í gerðardóm.

Í launadeilu ljósmæðra og ríkisstjórnarinnar er enginn sigurvegari.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: