- Advertisement -

Höldum áfram að skipa karla, en bætum okkur með konurnar

Viðhorf „Þetta hljómar ef til vill einsog klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólharhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum,“ sagði Gunnr Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, í svari við Fréttatímann, þar sem helst var rætt um að af 35 sendiherrum eru aðeins sjö konur.

„Það er hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ sagði ráðherrann enfremur.

Það er hárrétt hjá honum og nú vantar að vita hvort það hafi gerst að kona, sem hefur verið boðið að gegna sendiherrastöðu,hafi hafnað því og þá einkum ef kona hefur borið fyrir sig; „…klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólharhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“

„Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í seniherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlutverk kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár til þess. Þó ég hafi bara skipað karla í þetta skiptið er ekki þar sem með sagt að það verði þannig.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og Gunnar Bragi segir einnig: „Það er að sjálfsögðu ástæða til endurskoðunar en við munum að sjálfsögðu halda áfram að skipa karla þótt við förum að bæta okkur með konurnar. Það virðist hafa verið mjög erfitt í þessu ráðuneyti.“

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: