- Advertisement -

Hvort dómsmálaráðherraræfillinn sé að rústa dómskerfinu

Össur Skarphéðinsson.
„Þar rífast menn í miðju góðæri um hversu hratt allt sé að fara til andskotans.“

Össur Skarphéðinsson, sem meðal mars annars er fyrrverandi umhverfisráðherra, leggur orð í belg, á Facebook, rétt í þessu:

„Trump forseti er um það bil að taka sína verstu ákvörðun um að skera Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Hún mun hafa áhrif um langa framtíð. Þjóðarleiðtogar eru agndofa. Ríkisstjórnrn um allan heim freista þess að koma andmælum sínum á framfæri,“ skrifar Össur og heldur áfram.

„Á Alþingi situr hver umhverfishúfan upp af annarri og heilir flokkar beita umhverfismálum á dorgi sínu. Enginn notar þó síðustu daga þingsins til að inna ríkisstjórnina eftir með hvaða hætti hún hafi komið afstöðu Íslands á framfæri gagnvart yfirvofandi gerningi forseta Bandaríkjanna?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og meira um Alþingi:

„Þar rífast menn í miðju góðæri um hversu hratt allt sé að fara til andskotans, hvort dómsmálaráðherraræfillinn sé að rústa dómskerfinu með því að hafa aðra skoðun en lögmannafélagið á goggunarröð í klúbbnum, og vitrænustu umræðurnar eru á Pírataspjallinu sem logar heila nótt af umræðum um hvort þingfundir haldi áfram eða örmagna þingæska komist heim að sofa.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: