- Advertisement -

16 prósent barna borða ekki í skólanum

Sanna Magdalena Sósíalistaflokki.
Mynd: Ívar Snædal.

„Um 84% barna í grunnskólum Reykjavíkur eru skráð í mataráskrift, einhverjar sveiflur eru milli skólahverfa. Fæst eru skráð í Miðborg, 76%, Breiðholti, 78%, og Grafarvogi, 79%,“ segir í bókun Sönnu Magdalenu Möstudóttur Sósíalistaflokki í borgarráði.

Þar með eru til að mynda 24 prósent barna í miðborginni sem borða ekki skólanum. Hvers vegna?

„Í svari kemur fram að barni hafi ekki verið meinaður aðgangur að skólamáltíðum vegna vanskila, en að mikilvægt sé að vinna að lausnum í samráði við foreldra séu vanskil orðin veruleg. Sé litið til skiptinga eftir hverfum þá er hæsta hlutfall vanskila sem eru eldri en þrír mánuðir hjá þeim þar sem næstfæstir eru skráðir í mataráskrift. Ýmsar ástæður geta legið að baki þess að börn eru ekki skráð í mat en fulltrúi sósíalista veltir því fyrir sér hvort að efnahagslegar ástæður valdi því að foreldrar séu síður líklegir til þess að skrá börn sín í mataráskrift ef þau eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir hana. Fulltrúi sósíalista telur að skólamáltíðar eigi að vera gjaldfrjálsar, greiddar í gegnum skattkerfi þar sem innheimt er í samræmi við tekjur fólks. Þannig greiði hátekjufólk meira til samfélagsins en þau sem minna hafa svo að sameiginlegir sjóðir geti staðið undir því að veita grunnþjónustu þar sem öll börn sitja við sama borð. Slíkt fyrirkomulag nýtist fleirum í stað styrkjakerfis sem nær ekki til allra,“ bókaði Sanna Magdalena,

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: