- Advertisement -

Er nýi meirihlutinn arfavitlaus?

Oddvitarnir fimm í nýja meirihlutanum: Helga Þórðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Dóra Björg Guðjónsdóttir.

„Nýr meiri­hluti lýs­ir því yfir að fara skuli vel með op­in­bert fé en ber svo fram hverja út­gjalda­til­lög­una á fæt­ur ann­arri – eins og þá hug­mynd að koma upp óum­beðinni 100 millj­óna króna sela­laug í Hús­dýrag­arðinum. Hvergi er að finna aðgerðir í þágu at­vinnu­lífs, en nýj­an meiri­hluta virðist skorta grund­vall­ar­skiln­ing á þeim veru­leika að án kröft­ugr­ar verðmæta­sköp­un­ar verður ekki unnt að standa und­ir allri vel­ferðinni sem þær boða,“ skrifar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

„Nýr meiri­hluti leggst gegn upp­bygg­ingu leik­skóla á vinnu­stöðum for­eldra og trygg­ir um leið að biðlist­ar eft­ir leik­skóla­pláss­um stytt­ist ekki. Á borg­ar­stjórn­ar­fundi í vik­unni var staðfest að borg­in myndi ekki heim­ila Al­votech fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu leik­skóla í Reykja­vík. Það eru veru­leg von­brigði. Hér skort­ir skap­andi hugs­un og lausnamiðaða nálg­un á þann viðvar­andi leik­skóla- og dag­gæslu­vanda sem hef­ur íþyngt mörg hundruð fjöl­skyld­um ár­lega um langt skeið,“ skrifaði Hildur.

Kjartan Magnússon skrifar einnig í Mogga dagsins:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Aðgerðaáætl­un nýs meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista­flokks­ins, Flokks fólks­ins og Vinstri grænna er rýr í roðinu og gef­ur litla hug­mynd um hvernig borg­inni verður stjórnað þá fjór­tán mánuði, sem eru til kosn­inga.“

Og svo þetta: „Aðgerðaáætl­un nýs vinstri meiri­hluta í Reykja­vík er ekki gott leiðarljós fyr­ir starf borg­ar­stjórn­ar fram að kosn­ing­um. Hún ber með sér kredd­ur, flækj­ur og harðari vinstri lausn­ir, án mæl­an­legra mark­miða. Þar vant­ar stefnu­mál, sem bæta myndu líf al­mennra Reyk­vík­inga til muna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: