- Advertisement -

Einar og hin hannaða atburðarrás

Óvissa um stefnu og rekstur Reykjavíkurborgar er hættuspil.

Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstsjórn:

Kæru vinir. Einhliða ákvörðun Einars Þorsteinssonar um slit á samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ekkert í samstarfinu gaf tilefni til þessa, engar kröfur eða samtöl hafa farið fram innan meirihlutans um mikilvægi þess að breyta um kúrs fram að þessu. Ákvörðun Einars er vonbrigði enda var meirihlutasamstarfið farsælt og mörg mikilvæg verkefni í fullum gangi þar sem við vinnum að heilum hug fyrir hag borgarbúa. Óvissa um stefnu og rekstur Reykjavíkurborgar er hættuspil sem og kúvendingar í mikilvægum málaflokkum þegar svo langt er liðið á kjörtímabilið. Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það gerast að meirihluti borgarfulltrúa muni blessa þessa hönnuðu atburðarás sem nú er hafin og virðist hafa það helst að markmiði að koma Sjalfstæðisflokknum til valda á ný.

Við í Samfylkingunni viljum halda áfram á réttri leið og vinnum að því öllum árum. Borgin okkar á betra skilið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: