- Advertisement -

17 prósenta hækkun á tveimur árum

Samfélag „Gera má ráð fyr­ir að upp­söfnuð hækk­un bóta líf­eyr­isþega verði 17,1% á ára­bil­inu 2014-2016, sem er um­tals­vert hærra en nem­ur upp­safnaðri hækk­un verðlags á sama tíma, sem er áætluð 7,1%. Mun­ur­inn er ná­lægt 10% og því út­lit fyr­ir að kaup­mátt­ur líf­eyr­isþega muni aukast veru­lega á þess­um tveim­ur árum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.

Helstu breyt­ing­ar hafi verið þess­ar:

  • Dreg­in til baka skerðing á rétt­ind­um frá júlí 2009 um að líf­eyr­is­sjóðstekj­ur skerði grunn­líf­eyri elli- og ör­orku­líf­eyr­isþega. Áætluð út­gjalda­áhrif af þeirri breyt­ingu er 1,4 milljaðar króna á árs­grund­velli.
  • Dreg­in til baka lækk­un á frí­tekju­marki vegna at­vinnu­tekna elli­líf­eyr­isþega frá júlí 2009. Þannig var frí­tekju­markið hækkað úr 40 þús.kr. á mánuði í 110 þús.kr. en áætluð út­gjalda­áhrif þeirra breyt­inga er 300 millj­ón­ir króna á árs­grund­velli.
  • Tíma­bundið laga­ákvæði um hækk­un á frí­tekju­marki vegna at­vinnu­tekna ör­orku­líf­eyr­isþega úr 27 þús.kr. í 110 þús.kr. fram­lengt ár­lega en ella hefðu út­gjöld rík­is­sjóðs lækkað um 1 millj­arð króna.
  • Laga­ákvæðum til að sporna við víxl­verk­un bóta al­manna­trygg­inga og líf­eyr­is­sjóða fram­lengd ár­lega en ann­ars hefðu út­gjöld rík­is­sjóðs lækkað um 600-700 millj­ón­ir króna.
  • Skerðing­ar­hlut­fall tekju­trygg­ing­ar lækkað úr 45% í 38,35% en hlut­fallið var hækkað júlí 2009.
  • Hækk­un frí­tekju­marks vegna líf­eyr­is­sjóðstekna elli­líf­eyr­isþega úr 10 þús.kr. á mánuði árið 2013 í 27 þús.kr. árið 2015.
  • 72 m.kr í fjár­lög­um í hækk­un á tekju­viðmiði fyr­ir svo­kallaðar frek­ari upp­bæt­ur í al­manna­trygg­inga­kerf­inu. Sú upp­bót er greidd vegna sér­stakra út­gjalda s.s. ef líf­eyr­isþegi hef­ur mik­inn lyfja­kostnað, þarfn­ast umönn­un­ar ann­ars aðila, hef­ur kostnað af dvöl á sam­býli eða vegna kaupa á heyrn­ar­tækj­um.

Einnig seg­ir að auk þess að hækka bæt­ur ár­lega hafi stjórn­völd frá ár­inu 2013; „…mark­visst unnið að breyt­ing­um á al­manna­trygg­inga­kerf­inu með það að mark­miði að bæta kjör elli- og ör­orku­líf­eyr­isþega. Sam­an­lagt er út­gjalda­aukn­ing rík­is­ins vegna breyt­ing­anna á ár­un­um 2013 til 2016 áætluð 22,4 millj­arðar króna. Árleg var­an­leg áhrif þess­ara breyt­inga nema 7,4 millj­örðum króna frá og með ár­inu 2015.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: