- Advertisement -

Viljum verja kaupmátt launa og heimilin

Við erum sammála félagarnir ég og Ragnar Þór verst sé að gera ekki neitt!

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Um þetta snýst þetta sem ég og félagi minn Ragnar Þór formaður VR höfum verið að tala um.

Svo því sé haldið til haga þá hafa hugmyndir okkar um svokallaða lífeyrisleið, sem við Ragnar lögðum til, ekkert að gera með að launafólk borgi sínar eigin hækkanir og hefur ekkert með skoðanir SA eða viðhorf Viðskiptaráðs að gera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi hugmynd var fyrst og fremst okkar innlegg í mögulegar aðgerðir við að verja kaupmátt launa, heimilin, verja fleiri störf og lífskjör okkar félagsmanna og almennings.

Við höfum unnið þetta náið með hagdeild VR og þetta er niðurstaða hagdeildar VR:

„Skerðing á lífeyri sjóðfélaga lífeyrissjóða miðað við 3 mánaða lækkun væri um 0,16% eða um 772 kr. á mánuði miðað við 40 ára gamlan einstakling sem er með 650.000 kr. í laun á mánuði.
Ef kaupmáttur myndi skerðast um 1% þá væri það að kosta launafólk um 4.300 kr. á mánuði miða við 650.000 kr. laun á mánuði.
Ef kaupmáttur myndi skerðast um 3% eins og gerðist í niðursveiflunni árið 2001 myndi það kosta launafólk um 12.900 kr. á mánuði miðað við sömu forsendur.
Spurning er hvort og hvenær væri hægt að ná aftur þeim kaupmætti sem mögulega tapast í þeirri efnahagsniðursveiflu sem við sjáum fram á?“

Til viðbótar þessu liggur ekki fyrir hversu mörgum störfum við myndum ná að bjarga með þessari leið, kannski 300, 400, 600, 800 eða jafnvel þúsundum. Við erum sammála félagarnir ég og Ragnar Þór verst sé að gera ekki neitt!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: