- Advertisement -

4,5 millj­arða skekkja Alþingis á einum degi

„Alþingi samþykk­ir á sama deg­in­um ann­ars veg­ar fjár­mála­áætl­un og hins veg­ar sam­göngu­áætlun. Milli þess­ara áætl­ana fyr­ir næstu 3 ár er 4,5 millj­arða gat.“

Þetta segir Sig­ríður Ó. Kristjáns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðastofu, í Mogga dagsins, um framkvæmdir á Dynjandisheiði. Í Moggafréttinni seg­ir Sigríður ástæðuna fyr­ir því að Vega­gerðin hafi hætt við áform sín um að flýta fram­kvæmd­inni vera að Alþingi hafi enn á ný samþykkt ófjár­magnaða sam­göngu­áætlun.

Þarna er sem raunveruleikinn stangist illa á við raup samgönguráðherrans, Sigurðar Inga.

Sigríður tel­ur að Vega­gerðin þori ekki að halda þessu til streitu því ein­hvers staðar verði skorið niður. Sig­ríður seg­ist skilja Vega­gerðina enda geti stofn­un­in ekki farið fram úr þeim ramma sem henni er sett­ur í fjár­lög­um.

„Ég vil að ráðuneytið gefi út þau fyr­ir­mæli að ekki verði skorið niður í þess­ari fram­kvæmd og tryggi að fjár­magnið sem búið er að setja í þetta standi. Ef það er gert þá ætti að vera boðið út núna og þetta klár­ast á næstu 3 árum. Ann­ars ótt­umst við að þetta fari alla­vega inn í árið 2025,“ seg­ir Sig­ríður og bæt­ir við að hver mánuður skipti máli.

Í fréttinni segir einnig: „Hún bend­ir á að á meðan stof­næðin sem teng­ir sam­an sunn­an- og norðan­verða Vest­f­irði sé ónýt, sé verið að mal­bika aðrein­ar að sveita­bæj­um á Suður­landi.

„Það er blúss­andi sigl­ing í at­vinnu­líf­inu á Vest­fjörðum og um­tals­verð verðmæta­sköp­un á sér stað á svæðinu en sam­göng­urn­ar standa svæðinu fyr­ir þrif­um.“ Með auknu fisk­eldi má sjá fyr­ir að flutn­ing­ar og sam­gang­ur verður meiri. Í dag tek­ur akst­ur­inn 2,5 klukku­stund­ir að sumri en á vet­urna er veg­ur­inn oft­ast ófær og þá er ferðalagið eitt þúsund kíló­metr­ar fram og til baka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: