- Advertisement -

Meirihlutinn fagnar rafskútunum

„Meirihlutinn fagnar fjölbreyttum ferðamátum og tók nýrri tækni fagnandi þegar rafskútur bættust í flóru vistvænna samgangna,“ bókuðu fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn, á fundi skipulags og samgönguráðs.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af slysum á rafskútunum.

„Borgin hefur markvisst byggt upp innviði fyrir samgönguhjólreiðar á síðustu árum og mun vera áframhaldandi samhliða uppbyggingu borgarlínu. Það verður gert með nýrri hjólreiðaáætlun, sem nú þegar er hafin vinna við. Kannanir er sýna fram á mikla fjölgun virkra notenda á hjólastígum borgarinnar. Við mætum auknum fjölda þeirra sem nýta sér virka ferðamáta ekki með boðum og bönnum heldur með betri innviðum og aukinni fjárfestingu,“ segir meirihlutinn.

„Nú þegar hafa verið skráð nokkur slys. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þróuninni í ljósi reynslu annarra þjóða,“ segir í bókun Flokks fólksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: