- Advertisement -

Sigurður Ingi með öngulinn í rassinum

Sigurður Ingi Jóhannsson safnaði til sín verkefnum eins og hann gat inn í innviðaráðuneytið. Nú stendur hann eftir með öngulinn í rassinum. Engir peningar til, ekki einu sinni til að laga lífshættulega vegi. Um allt land. Óburðug staða hjá ráðherranum.

Sigurður Ingi birtist oftar en nokkur annar með glærusýningar í fréttatímum. Rogginn segir hann þá frá því sem fram undan er. Vandi Sigurðar er Bjarni fjármálaráðherra. Hann skammtar of naumt til að Sigurður Ingi geti fylgt eftir því sem hann hefur kynnt fyrir okkur með glærusýningunum.

„Pen­ing­ar eru af skorn­um skammti hjá Vega­gerðinni og sveit­ar­fé­lög­um. Þar spila vænt­an­lega inn í verðbólga og vaxtastig og kreppu­ástandið hjá sveit­ar­fé­lög­un­um.“

Þetta er haft eftir Sigþóri Sig­urðssyni fram­kvæmda­stjóra malbikunarfyrirtækisins Colas í Mogga dagsins. Sigþór segir að nú stefni verkelysi þar sem hvorki ríki né sveitarfélög hafi efni á viðhaldi vega og gatna.

„Það eru eng­in verk kom­in af stað. Reykja­nes­braut og Arn­ar­nes­veg­ur eru ekki kom­in af stað og í raun­inni er ekki búið að bjóða neitt meira út. Þetta er fyrsta árið hjá okk­ur frá hru­nár­un­um þar sem við erum í raun og veru að horfa fram á mik­inn sam­drátt og fækk­un starfs­fólks snemma í haust,“ segir Sigþór í Mogganum.

„Menn hafa brunað út þess­um fáu tonn­um sem Vega­gerðin ætl­ar að verja í viðhald. Við erum til dæm­is með stór­an viðhald­spakka Vega­gerðar­inn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, Reykjar­nesi og á Suður­landi. Hon­um er bara lokið. Það eru bara eft­ir ein­hverj­ar smá eft­ir­hreyt­ur. Samt sem áður horfa menn upp á göt­ur sem eru handónýt­ar.“

„Vega­gerðin hef­ur kvartað yfir því að það vanti millj­arð til viðbót­ar á ári í viðhald og hafi gert í nokk­ur ár.“

Meira úr Moggafréttinni:

„Mörg ár þarf til að koma ástandi vega í viðun­andi horf. Viðhald á veg­um hins op­in­bera, hvort sem er á veg­um eða bygg­ing­um, er ekki vin­sælt viðfangs­efni meðal stjórn­mála­manna að mati fram­kvæmda­stjór­ans. Það stefni í óefni. Hann seg­ir að op­in­ber fyr­ir­tæki van­ræki viðhald sem birt­ist fólki í myglu í fjöl­mörg­um bygg­ing­um. „Þetta er ekki það vin­sæl­asta meðal stjórn­mála­manna en menn verða að vakna til lífs­ins um að það þurfi að halda við eign­um sín­um,“ seg­ir hann.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: