- Advertisement -

Þá var það orkupakkinn / nú borgarlínan

Fylgi Miðflokksins lætur á sjá. Eftir að rykið vegna orkupakkans settist er allur vindur úr seglum Miðflokksins. Þá er að finna næsta mál. Það er fundið. Borgarlínan. Aðför og jafnvel hatur á fjölskyldubílnum. Allir saman nú. Berjumst.

Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki og áður Flokki fólksins, skrifar í Moggann.

„All­ir sem fara um gatna­kerfi höfuðborg­ar­inn­ar finna fyr­ir því hve illa geng­ur að kom­ast leiðar sinn­ar.“

Hárrétt hjá Miðflokknum. Þar á bæ er bara ein leið. Breikka götur sem mest. Stækka bílastæði. Nú má benda Miðflokksfólki á að í Reykjavík eru ágætir göngustígar sem og hjólastígar. Þá þarf að bæta. Vissulega. Við sem hjólum sjáum að sífellt fleiri kjósa sér hjól eða önnur smáfarartæki. Hvert eitt okkar sem ferðast þannig léttir þunganum af götunum. Því fleiri sem hjóla því færri bílar. Svo ekki sé talað um ef til verður gott kerfi almenningssamgangna.

Annað er ekki merkilegt í grein þingmannsins. Nema kannski að hann uppnefnir Viðreisn sem vinstri flokk. Góður brandari það.

„Umræðurn­ar um sam­göngu­áætlun á Alþingi í sum­ar staðfesta að Miðflokk­ur­inn einn flokka hafði þrek til að standa gegn óráðsíu vinstri­flokk­anna í sam­göngu­mál­um höfuðborg­ar­svæðis­ins,“ skrifar Karl Gauti í anda Mið(aldar)flokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: