- Advertisement -

Vegagerðin og lífshættulegir vegir

Byrjum á tilvitnun í frétt í Fréttablaðinu:

„Vegagerðin leggur mikla áherslu á umferðaröryggisaðgerðir, bæði á þekktum slysastöðum en einnig á stöðum þar sem ekki hafa orðið slys en ljóst að mjög illa myndi fara ef slys yrði. Stór hluti vegakerfisins uppfyllir ekki þær kröfur um öryggi sem gerðar eru til nýrra vega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Í fréttum af hinu hörmulega slysi í Skötufirði kom fram að stjórnendur Vegagerðarinnar ákváðu að hálkuverju veginn aðeins í beygjum, ekki á beinum köflum. Hvers vegna? Þetta er ótrúlegt.

Við munum hið ömurlega slys á Kjalarnesi þegar handónýtt malbik var lagt á veginn þar. Sú ákvörðun kostaði tvö mannslíf. Takmarkaðar hálkuvarnir, svo ekki sé talað um að engin vegrið eru í Skötufirði, hafa kannski tvö mannslíf til viðbótar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kannski getur Vegagerðin varið sig með því að hún fái ekki peninga. Ef svo er er það ráðherrann og Alþingi sem verða að finna til ábyrgðar


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: