- Advertisement -

Engin jarðgöng milli Sigló og Fljóta

Sigurður Ingi Jóhannsson og Albertína Friðbjörg Elíasóttir:
Albertína spurði um hugsanleg jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar. Þau eru ekki komin á dagskrá.

„Jarðskrið í Almenningi veldur vandræðum sem ekki verða leyst með einföldum hætti. Í raun er öll leiðin frá Fljótum að Strákagöngum erfið. Hún er mjög snjóþung, á henni er hætta á snjóflóðum auk þess sem mjög veðrasamt er á þessum slóðum. Þá er vegurinn ekki góður miðað við þær kröfur sem nú eru gerðar. Það er því mat Vegagerðarinnar að jarðgöng sé kostur sem stefna eigi að,“ segir meðal annars í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Sigurður Ingi sagði þrenn göng vera í tillögu að jarðgangaáætlun 15 ára samgönguáætlunar 2020–2034. Í fyrsta lagi Dýrafjarðargöng sem lokið verður við á þessu ári. Í öðru lagi Fjarðarheiðargöng en samkvæmt tillögunni er áætlað að framkvæmdir hefjist við göngin árið 2022. Framkvæmdatími er áætlaður sjö ár. Í þriðja lagi gerir tillagan ráð fyrir fjárveitingu til Mjóafjarðarganga/Seyðisfjarðarganga á þriðja og síðasta tímabili áætlunarinnar.

„Vegagerðin hefur í gegnum tíðina metið ýmsa mögulega jarðgangakosti. Stofnunin vinnur nú að skýrslu um þá kosti sem skoða má til langrar framtíðar. Einn af þeim kostum er göng á milli Siglufjarðar og Fljóta sem Siglfirðingar hafa talað fyrir. Verkefnið hefur verið kennt við Siglufjarðarskarð þó að skarðið sé aðeins utar en sá staður sem nú er talinn líklegastur fyrir göng. Þessi göng myndu leysa af hólmi Strákagöng og veg um Almenninga sem er erfiður í rekstri og viðhaldi vegna jarðskriðs.
Alþingi ákvað að kanna möguleg jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta með því að merkja þeim 10 millj. kr. samtals árin 2017 og 2018 á samgönguáætlun. Aðstæður voru skoðaðar á kortum og með skoðun á staðnum. Athugað var hvar heppilegast væri að hafa gangamunna, með tilliti til vegalagningar að þeim auk þess sem skoðaðar voru jarðfræðilegar aðstæður. Veglína var teiknuð og lagt mat á líklega lengd ganganna.
 Jarðskrið í Almenningi veldur vandræðum sem ekki verða leyst með einföldum hætti. Í raun er öll leiðin frá Fljótum að Strákagöngum erfið. Hún er mjög snjóþung, á henni er hætta á snjóflóðum auk þess sem mjög veðrasamt er á þessum slóðum. Þá er vegurinn ekki góður miðað við þær kröfur sem nú eru gerðar. Það er því mat Vegagerðarinnar að jarðgöng sé kostur sem stefna eigi að. Við undirbúning næstu jarðgangaáætlunar verður væntanlega lagt mat á þennan kost sem aðra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: