- Advertisement -

Þingmaður styður gjaldtöku í öll jarðgöng – líka í Hvalfjarðargöng

Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknaflokki.

Halla Signý Kristjánsdóttir, sem er einn þriggja þingmanna í Norðvesturkjördæmi, styður innheimtu í öllum jarðgöngum. Þar á meðal í Hvalafjarðargöngum. Í kjördæminu er fleiri göng. Vestfjarðagöng, Bolungarvíkgöng og Dýrafjarðargöng.

Miðjan spurði Höllu hvers vegna hún styðji innheimtu. Halla svaraði.

Í samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi 2019 segir í nefndaráliti meirihlutans: „Notendagjöld í jarðgöngum. Stefnt er að notendagjöldum í jarðgöngum samkvæmt endurskoðaðri samgönguáætlun en frekari útfærsla gjalda mun koma fram við heildarendurskoðun á framtíðarfjármögnun vegakerfisins og því ótímabært að taka afstöðu til frekari útfærslu þeirra nú.“

Veggjald í jarðgöng er hluti af stærri heild…

Því er ekki rétt að halda því fram að um stefnubreytingu innviðaráðherra sé um að ræða þegar talað er um að það eigi að taka upp veggjald í jarðgöngum eða notkunargjöld í umferðinni. Núverandi kerfi er ekki að virka , þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað með komu rafmagnsbíla og með komandi orkuskiptum í samgöngum verður að fara í breytt kerfi.

Veggjald í jarðgöng er hluti af stærri heild sem er breyting á kerfi því sem nú er við líði að innheimta notkunargjöld af umferðinni í gegnum eldsneytið. Útfærsla á gjaldtöku er alveg eftir útfærsla á notkunargjaldi hefur ekki verið ákveðin og sú umræða ekki farin á stað.

Niðurstaðan verður að vera sú að þegar umferðagjöld verða tekin til endurskoðunar og tekin upp notkunargjöld, eins og samgönguáætlun sem samþykkt var árið 2019 gerir ráð fyrir, verð horft til jafnræðissjónarmiða íbúa landsins,” sagði Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: