- Advertisement -

Viðskiptaráð vill fá erlenda lífeyrissjóði í einkaframkvæmdir í samgöngum

„Með því að laða til landsins erlenda fjárfesta með langtímasjónarmið í huga, t.d. erlenda lífeyrissjóði til að fjármagna innviðauppbyggingu, er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Fjármagna innviðauppbyggingu og tryggja betri eignadreifingu lífeyris Íslendinga án þess að það ógni gengisstöðugleika. Um væri að ræða beina erlenda fjárfestingu til lengri sem er allt annars eðlis en vaxtamunarviðskipti sem eru sveiflukennd og geta í miklu óhófi ógnað stöðugleika.“

Þetta má lesa í umsögn Viðskiptaráðs við samgönguáætlun. Þar er minnst á íslenskir lífeyrissjóðir fjárfesti mikið erlendis nú og því metur ráðið kjörið að fá erlenda lífeyrissjóði til að fjárfesta hér á landi.

„Margt bendir til þess að þörf sé á meiri framkvæmdum í samgöngumálum en áætlunin gerir ráð fyrir, á sama tíma og ríkisfjármál leyfa það ekki endilega. Því vill Viðskiptaráð leggja til að aðkoma einkaaðila fái meira vægi í samgönguáætlun og þannig verði hægt að byggja upp innviði landsins hraðar og hagkvæmar.“

Þetta viðhorf kemur ekki á óvart.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: