- Advertisement -

Leigan hærri bæturnar lægri

Grein eftir Stefán Ólafsson:

Ég hef hreyft við mörgum með umfjöllun um mismunandi framfærslukostnað á HB-svæði og landsbyggð. Greinilegt er að einhverjir vilja ekki samþykkja niðurstöðu neyslukannana Hagstofunnar sem félagsmálaráðuneytið hefur notað í framfærsluviðmið sín, til gera grein fyrir framfærslukostnaði ólíkra fjölskylduforma, m.a. á HB-svæði og landsbyggð.

Í dag ætla ég að bæta við umræðuna með því að sýna ykkur tölur úr gagnabanka forsætisráðuneytisins (www.tekjusaga.is) sem sýnir samanburð á greiðslu húsaleigubóta á HB-svæði og landsbyggð, eftir tekjuhópum. Þar kemur fram að húsaleigubætur eru almennt hærri á landsbyggðinni nema hjá þeim allra tekjulægstu (lægstu 10 prósentin) þar sem bæturnar eru jafnháar (báðir hópar fara í hámarksbætur). Þetta er þrátt fyrir að upphæð leigu sé að jafnaði 45% hærri á höfuðborgarsvæðinu, eða 220.000 á móti 152.000 krónum á mánuði.

Kostnaður við kaup og afborganir af íbúðarhúsnæði er einnig mun hærri á HB-svæðinu. Fyrri myndin sýnir upphæð leigubóta eftir tekjuhópum, en seinni myndin sýnir upphæð greiddra leigubóta sem % af meðalleiguverði. Hún mælir umfang stuðningsins við leigjendur – og hallar verulega á leigjendur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er vegna þess að reiknireglurnar sem ákveða upphæð leigubóta taka of lítið tillit til upphæðar leigunnar sjálfrar.

Það er ekki bara að leigan sé miklu hærri á HB-sæði heldur eru leigubæturnar lægri þar en á landsbyggðinni!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: