- Advertisement -

Flest Eflingarfólk á leigumarkaði

Stefán Ólafsson skrifar:

Allir vita hvað hefur verið að gerast á húsnæðismarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum, með methækkunum á íbúðaverði og einnig á leigu. Á sama tíma hafa vaxtabætur hrunið. Þetta hefur haft mjög miklar afleiðingar fyrir félagsfólk Eflingar, sem er verkafólk á höfuðborgarsvæðinu.Hlutfall Eflingarfólks sem býr í eigin húsnæði var um 64% árið 2009 en er nú einungis um 38%. Tæpur helmingur félagsmanna býr nú í leighúsnæði og er fast þar, á þeim kjörum sem þar bjóðast.Þetta er það sem Efling er að glíma við. Er ekki sjálfsagt að fá skilning á því?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: