- Advertisement -

8,0 tímar á leiskóla eða 8,5 tímar?

Steinunn Gestsdóttir.
Mynd: hi.is.

Steinunn Gestsdóttir , aðstoðar rektor við Háskóla Íslands, skrifar á Facebook.

Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!

Sem prófessor í þroskasálfræði leyfi ég mér að benda á eftirfarandi:
– Við vitum ekki hvaða hópa þessi skerðing myndi snerta illa. Innsýn fagfólks gefur vissulega ábendingar en er takmörkuð. Þess vegna ætti að safna gögnum um það, ætti ekki að vera flókið.
– Ég veit ekki um neinar rannsóknir sem sýna að 8,5 tímar séu skaðlegri fyrir leikskólabörn en 8,0 tímar, en rannsóknir sýna að þegar að hávaði, lítið pláss og mannekla einkennir leikskóla hefur það neikvæð áhrif á börn og starfsfólk – það ætti að vera fókusinn að tryggja að slíkar aðstæður séu aldrei til staðar í leikskólastarfi.
– Ég veit aftur á móti um fullt, fullt, fullt af rannsóknum sem sýna að góðir leikskólar hafa jákvæð áhrif á þroska barna, sérstaklega þeirra sem koma frá heimilum sem eru í vanda. Svo við skulum passa að tala ekki eins og að viðvera í burtu frá foreldrum sé augljóslega af hinu illa, það er mjög vond áhersla.
– Mögulegt væri að gera svona verkefni sem tilraunaverkefni, etv. í fáum skólum, meta hvort það ber tilætluð áhrif og komi ekki niður á þeim foreldrum/börnum sem standa verst og innleiða svo á fleiri stöðum ef það gefur góða niðurstöðu. Stefnumótun sem byggir á gögnum, gott fólk, er draumur í dós!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: