- Advertisement -

Vigdís er óvelkomin í Ráðhúsið

Vigdís Hauksdóttir er mætt. Og vegna þess hvernig hún er, það er fylgin sér og sést ekki alltaf fyrir, þá er hún óvelkomin í Ráðhús Reykjavíkur.

Eflaust fer alltaf mikið fyrir Vigdísi Hauksdóttur. Stundum jafnvel ofmikið. Þar sem værð ríkir kann hún að vera friðaspillir.

Svo er að sjá að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki vinabandalag milli æðstu embættismanna og þeirra kjörnu fulltrúa sem lengst hafa setið í borgarstjórn. Vigdís er ógn við þann anda sem þetta fólk hefur komið sér upp. Svo er einnig að sjá sem æðstu embættismönnum þyki niðurlægjandi að þjónusta Vigdísi með sama hætti og vinina í bandalaginu óformlega.

„Ég á etta, ég má etta,“ gildir ekki lengur í Ráðhúsinu. Vigdís er mætt. Þekkt er að kjörnir fulltrúar verða margir hverjir ótrúlega fljótt „húsvanir“. Sterkir embættismenn ná þá sínu fram og sníða fulltrúana að sínum þörfum, skoðunum og háttsemi. Sú regla mun ekki ná til Vigdísar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hafi þetta viðgengist hingað til í Ráðhúsinu, sem sennilega er best að gera ráð fyrir, þá er þetta allt að baki. Vigdís Hauksdóttir er mætt. Og vegna þess hvernig hún er, það er fylgin sér og sést ekki alltaf fyrir, þá er hún óvelkomin í Ráðhús Reykjavíkur.

Hún passar ekki inn í vinahópinn í Ráðhúsinu.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: