- Advertisement -

Ámælisvert að Bjarni haldi fullum launum

Vigdís Hauksdóttir: „Til að skapa traust á rannsókninni átti að fá óháða aðila til verksins til að rannsóknin yrði hafin yfir allan vafa.“

„Það er ámælisvert að forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur fái greidd full laun í leyfi sem hann sjálfur óskaði eftir. Þessi ákvörðun gefur slæmt fordæmi fyrir aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar komi áþekk staða upp. Einnig vill borgarfulltrúi Miðflokksins koma þeim sjónarmiðum sínum á framfæri að þau mál sem nú eru til rannsóknar hjá Orkuveitunni eru það alvarleg að ekki er á færi innri endurskoðunar Reykjavíkur að sjá um hana. Til að skapa traust á rannsókninni átti að fá óháða aðila til verksins til að rannsóknin yrði hafin yfir allan vafa,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á síðasta fundi borgarráðs.

Meirihlutafulltrúarnir gerðu enga athugasemd vegna launagreiðsla til Bjarna Bjarnasonar en bókuðu öll sem eitt:

„Rétt er að árétta að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar er óháður aðili.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: