- Advertisement -

Bjarni á förum og gerir klárt fyrir Þórdísi Kolbrúnu

Innan þingflokksins eru flestir með meiri starfs- og lífsreynslu, að ógleymdri pólitískri reynslu, en ÞKRG.

Ragnar Önundarson.

Ragnar Önundarson, félagi í Sjálfstæðisflokki, skrifar nokkuð athyglisverða grein á Facebook. Ragnar gerir jafnvel ráð fyrir að Bjarni Benediktsson undirbúi brottför úr stjórnmálunum.

Ragnar skrifar: „Formaður Sjstfl hefur sýnt varaformanninum Þórdísi K.R. Gylfadóttur mikið traust. Með því að fela henni dómsmálaráðuneytið til hausts tryggði hann henni víðfeðmt starfssvið og þar með að vera mikið í sviðsljósinu á sama tímabili. Núna í sumar heldur hann sig til hlés og sagan segir að hann vilji hætta. Hún tekur umræðuna. Ef hann hættir á flokksráðsfundi í september mun hún gegna starfi formanns sjálfkrafa til næsta Landsfundar. Þá kemur í ljós hvort hún hefur burði til að veita flokknum æðstu forustu. Þó svo reynist vera gætu fleiri staðist það mat, en óneitanlega hefði henni verið tryggt gott forskot.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef ekki, þá er öll þessi leikflétta innihaldslaus og óleystur vandi handan við hvert horn.

Að baki virðist liggja það stöðumat að nú sé kominn tími til að kona fái að spreyta sig í stöðu sem hefur, í gegnum tíðina, öðru hvoru falist að vera „þjóðarleiðtogi“, þ.e. forsætisráðherra. Ekki bara kona heldur ung kona. Matið er væntanlega líka það að þetta geti fært flokknum aftur tapað fylgi. Þetta getur staðist, … EF … hún reynist nógu sterkur leiðtogi á traustum pólitískum, hugmyndafræðilegum grunni. Hvað er nóg?

Eldri sjstmenn muna ástandið þegar Geir Hallgrímsson var formaður, með Matthíasana, Sverri og Albert í kringum sig. Hann lét af formennsku og Þorsteinn Pálsson tók við à ungum aldri. Hann þurfti að fást við Albert, sem „þakkaði fyrir sig“ með því að stofna Borgaraflokkinn.

Innan þingflokksins eru flestir með meiri starfs- og lífsreynslu, að ógleymdri pólitískri reynslu, en ÞKRG. Munu þeir sýna þá flokkshollustu að láta þetta yfir sig ganga ? Ef hún hefur svo mikla yfirburði, að allir finni það og sjái, getur það gerst. Ef ekki, þá er öll þessi leikflétta innihaldslaus og óleystur vandi handan við hvert horn.

Formaður Sjstfl ætti ekki að láta arftaka sinn fá Orkupakka-ágreininginn óleystan í fangið. Nóg verða viðfangsefnin samt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: