- Advertisement -

Minni spilling í Póllandi en hér

Því til stuðnings má nefna að illa fengið fé var ekki elt uppi eftir hrun.

Ragnar Önundarson skrifar:

Það er sómi að stuðningi vina okkar Pólverja fyrir MDE, því spilling er þar miklu minni en hér. Okkur dreymir sífellt um að vera „öðrum þjóðum fyrirmynd“, en það er bara draumarugl.

Pólland er ekki málsaðili og stuðningsyfirlýsing þeirra því bara táknrænn en mikilvægur móralskur stuðningur við lítið, spillt ríki, sem virðist ekki hafa efni á að reka alvöru réttarríki. Því til stuðnings má nefna að illa fengið fé var ekki elt uppi eftir hrun, en þess í stað látið nægja að dæma menn fyrir „umboðssvik“. Afleiðingin er sú að ekki fengust aðfararhæfir dómar, svo nú streyma útrásarvíkingar heim með illa fengið fé sitt. Um alla framtíð mun íslenska „þjóffélagið“ bera þessa merki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við eigum ekki að hreykja okkur gagnvart vinaþjóðum, en sýna auðmýkt og sjá „bjálkann í eigin auga“ áður en við bendum á „flísina í auga annarrar“.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: