- Advertisement -

11 ár frá hruni – hvað varð um peningana?

Fólk spyr sig hvort stjórnmálamenn séu starfi sínu vaxnir.

Ragnar Önundarson skrifar:

Eða eru það hagsmunir sem ráða för, rétt einu sinni ?

Lögregla, saksókn og dómsvald, sameiginlega nefnd valdstjórnin, eru ein þriggja meginstoða lýðræðis- og réttarríkis, auk löggjafar- og framkvæmdavalds. Við kjósum bara til einnar þessara stoða, löggjafarþingsins, það tilnefnir svo framkvæmdavaldið, stundum á óvæntan hátt m.v. niðurstöður kosninga. Framkvæmdavaldinu er svo falin yfirstjórn þriðju stoðarinnar, valdstjórnarinnar. Þetta er skondið kerfi og á köflum augljóslega of laustengt við umbjóðendur sína, kjósendur. Nú eru liðin 11 ár frá hruni. Margir, allt of margir, eru þeirrar skoðunar að yfirvöldunum hafi mistekist að gera hrunsmálin upp. Hvað varð um peningana ? Peningatilfærslur skilja eftir sig rafræna slóð sem má rekja. Hver ákvað að gera það ekki ? Reiði er viðvarandi í garð ráðamanna, fólk spyr sig hvort stjórnmálamenn séu starfi sínu vaxnir ? Eða eru það hagsmunir sem ráða för, rétt einu sinni?

Þú gætir haft áhuga á þessum

…og sjálftökumennirnir skreyta sig með sæmdarheitinu „fjárfestir“ og berast á.

Nýlega hefur vararíkissaksóknari bent á nauðsyn þess að þessi stoð ríkisvaldsins hafi jafnan aðgang að fé til starfsemi sinnar. Ábendingin er að gefnu tilefni. Vakið hefur athygli að látið var nægja í flestum tilvikum að ákæra „hrunverja” fyrir „umboðssvik“, þ.e. að bregðast skyldum sínum og starfsumboði. Fyrir bragðið liggja ekki fyrir aðfararhæfir dómar, ekki er unnt að elta uppi illa fengið fé. Umsvifamenn komust yfir almannafé (lánsfé) og komu því úr landi, í skattaskjól. Nú streyma þessir peningar til baka og sjálftökumennirnir skreyta sig með sæmdarheitinu „fjárfestir“ og berast á.

Getur verið að hagsmunatengdir ráðamenn framkvæmdavalds hafi lagt lamandi hönd sína á málið? Að „valdstjórnin“ (lögregla, saksóknin, dómstólar og fangelsisyfirvöld) séu svelt fjárhagslega gegnum fjárveitingavaldið gengur ekki, í ljósi reynslunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: