- Advertisement -

„Ég er sósíalisti“

Í áratugi fóru menn með það eins og mannsmorð ef þeir aðhylltust sósíalisma.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Það er stutt síðan ég hrökk í kút þegar skoskur læknir sagði mér í flugvél að hann væri sósíalisti. Ég var rosalega glöð því fólk hafði ekki þorað að nefna orðið í áratugi vegna skoðunarkúgunar. Núna heyri ég þetta út um allt. Unga fólkið segir „ég er sósíalisti“ og er stolt af því. Það er athyglisvert að unga fólkið, sem berst nú gegn hamfarahlýnun, hefur áttað sig á tengslum kapítalisma og loftslagsbreytinga. Hefur áttað sig á að nútíma kapítalismi er orsök hamfarahlýnunar. Meðal annars þess vegna er unga fólkið sífellt meira að hneigjast til sósíalisma, auk þess sem því blöskrar hinn gríðarlegi ójöfnuður sem nú er orðinn í heiminum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í hverri könnuninni á fætur annarri mælist mjög mikill aukning á fylgi ungs fólks við sósíalisma. Þetta er áberandi í Bandaríkjunum og víðar. Ég sjálf hef alltaf verið sósíalisti en það hefur verið mjög erfitt að segja það upphátt. Í áratugi fóru menn með það eins og mannsmorð ef þeir aðhylltust sósíalisma. Á örfáum árum hefur þetta breyst svo um munar, sem betur fer. Nú gengur fólk um teinrétt um götur og segir upphátt: „Ég er sósíalisti“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: