- Advertisement -

Kjör stjórnmálastéttar lagfærð um 45%

Það er óneitanlega þægilegt að þurfa hvorki að standa í kjarabaráttu eða áróðursstríði til að fá kjörin lagfærð.

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skrifar:

Kjör stjórnmálastéttar lagfærð um 45% árið 2016. Starfsaðstæður lagfærðar stuttu seinna með hækkunum ríkisframlaga til stjórnmálaflokka og fjölgunar starfsmanna þingflokka. (Ég held sem dæmi að FF sé með fleiri starfsmenn en þingmenn).

Það er óneitanlega þægilegt að þurfa hvorki að standa í kjarabaráttu eða áróðursstríði til að fá kjörin lagfærð. Kerfið sér um sína með sjálfkrafa leiðréttingum hist og her. Standa svo í brúnni og tala um nauðsyn stöðugleika, græðgi og óábyrga launþega sem afla ekki lágmarksframfærslu með fullri vinnu. Smart.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig væri að sýna pólitískt hugrekki og hefja strúktúrbreytingar sem breyta þessu ósanngjarna launakerfi hérlendis? Launþegar í fullri vinnu eiga að hafa í sig og á, án millifærslna í gegnum skattkerfi og án þess að vera gerðir að bótaþegum. Þetta þarf að laga. Og það þýðir ekkert að ráðast á Eflingu -það breytir ekki þessum ískalda veruleika fjölda láglaunafólks. Það breytir ekki staðreyndum að ráðast á Sólveigu Önnu. Það er svipað og að sópa málflutningi Pírata sífellt út af borðinu vegna skorts á mannasiðum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: