- Advertisement -

Ríkisstjórnin ógnar lýðræðinu

Þetta er dæmi um hvernig við bjuggum til fyrstu milljarðamæringana kinnroðalaust.

„Mér er misboðið þegar svona gróflega er gengið gegn lýðræðinu og sjálfræðinu í sveitarfélaginu og hvernig vilji íbúanna á þeim stöðum sem kæra sig akkúrat ekkert um þetta inngrip löggjafans verður væntanlega fótumtroðinn. Mér finnst það algjörlega síðasta sort.“

Það var Inga Sæland sem sagði þetta þegar rætt var um þvingaða sameiningu sveitarfélaga. Þetta er mál ríkisstjórnarinnar, einkum sveitarfélagaráðherrans, Sigurðar Inga Jóhannssonar.

„Hvernig í veröldinni dettur nokkrum í hug að ætla að taka sjálfstæði og sjálfræði af slíkum sveitarfélögum, hvort sem þar búa 100 eða 500 manns? Mér er algjörlega fyrirmunað að átta mig á því,“ sagði Inga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvers vegna? Vegna framsals kvótans.

Inga kom inn á hvernig kvótakerfið, einkum frjálsa framsalið, hefur leikið hennar heimabyggð, Ólafsfjörð, sem hefur nú sameinast Siglufirði í Fjallabyggð.

„Þegar ég flutti frá Ólafsfirði á sínum tíma bjuggu þar um 1.340 íbúar. Þar var allt iðandi af lífi. Þar var líf og fjör við höfnina hvern einasta dag, færri komust að en vildu. Það var barist um að komast í löndun. Gömlu karlarnir mættu á vogina niðri við höfn á hverjum degi þar sem þeir leystu heimsmálin. Þar voru fjölmargir togarar, frystitogarar, ísfiskarar, fullt af netabátum og millistórum bátum og alveg haugur af litlum trillum. Þar iðaði allt af lífi og þar voru tvö risastór frystihús og mörg sjóhús. Þar standa nú tugþúsundir fermetra ónýttir, ónothæfir og ónýtir. Hvers vegna? Vegna framsals kvótans, vegna afskipta ríkisvaldsins og löggjafans við að koma því formi á sem við horfumst í augu við í dag. Þetta er dæmi um það hvernig við á hinu háa Alþingi fórum í að búa til fyrstu milljarðamæringana kinnroðalaust. Nú búa 760 einstaklingar hinum megin við Héðinsfjarðargöngin, í Ólafsfirði. Íbúum hefur fækkað um næstum helming á síðustu 17 árum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: