- Advertisement -

Steingrímur J. í stuði á Nýja-Sjálandi

Hverri þeirri krónu, sem var varið til ferðalags Steingríms J. til Nýja-Sjálands, var vel varið. Ferðin mun hafa heppnast með eindæmum vel. Forseti Alþings fór á kostum. Stýrði víkingaklappi og kvað rímur. Við fádæma viðbrögð.

Þarlendir sáu Íslendinga í nýju ljósi. Rímnasöngurinn var víst hápunktur í framgöngu íslenska þingforsetans. Ný-Sjálendingar munu aldrei áður hafa heyrt annað eins.

Fyrr í vetur vakti Steingrímur oft athygli fyrir snöggt skap. Of snöggt að margra mati. Steingrímur kann sig sýndi gestgjöfunum sínar betri hliðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar sem Alþingi á gnótt peninga er um að gera efna til fleiri svona heimsókna. Víst er að „fyrirmenni“ annarra þjóða mun hafa gaman af rímnasöng Steingríms. Svo ekki sé talað um velheppnað og taktfast víkingaklapp.

Steingrímur var ekki einn á ferð. Með honum voru Hanna Katrín Friðriksson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jörundur Kristjánsson sem er forstöðumaður forsetaskrifstofu Alþingis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: