- Advertisement -

Alltof mikill lífskjaramunur í heiminum

Einn af þeim sem ég les alltaf skrifaði fínan pistil í dag. Mig langar nánast að gera hvert orð hans að mínu.

„Veit svo sem ekki hversu margir horfa og hlusta á Silfrið á RÚV á sunnudagsmorgnum. Nú sitja þar nokkrir „englar“ og álitsgjafar saman í hring og ræða um hvernig eigi að mæta kröfum Eflingar og annarra sem standa á vanvirtum rétti láglaunakvenna til mannsæmandi launa, m.a. með tilliti til krafna BSRB og BHM og fleiri til þess að menntun sé metin til launa,“ segir í greininni. Hér er vel að orði komist.

„Í þessu samhengi datt mér í hug um það bil tveggja áratuga gamals samtals míns við enskan verkfræðing um kjaramál í heiminum almennt. Mér er minnisstæð ein setning hans í því samtali, þar sem hann talaði um með hverjum hætti yrðu jöfnuð lífskjör í heiminum almennt og kjör þess heimshluta sem við getum kallað láglaunalönd annarsvegar og hinsvegar okkar heimshluta, sem hægt er að kalla hálaunalönd. Í svona heldur lauslegri þýðingu sagði hann að; „…. það er alltof, alltof mikill lífskjaramunur í heiminum. Hinsvegar lögum við hann ekki með því að hækka laun og bæta kjör þeirra lægst launuðu einhliða, efnahagskerfið þolir það ekki sem og þær eyðanlegu auðlindir sem jörðin býr yfir. Lífskjörin verða sem sagt ekki bætt neðan frá og upp eingöngu, heldur verður líka að skerða lífskjör og laun þeirra sem bestu kjörin og hæstu tekjurnar hafa.“

Ætlar einhver að mæla á móti þessu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mig grunar að lausnin hér á landi liggi í þessu, það þurfi að endurmeta og bæta kjör og afkomu þeirra sem sinna lægst launuðu þjónustustörfunum en skerða kjör þeirra mörgu (karla í flestum tilvikum) sem hafa hæstu tekjurnar. Jöfnuður næst náttúrulega aldrei að verða algjör, en lagfæringin verður að eiga sér stað. Sú breyting verður tæpast gerð með sköttum eingöngu, en þarna verður samt að taka á. Líklega þorir það enginn stjórnmálamaður/kona.“

Þessi skrif segja eflaust það sem margt fólk er að hugsa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: