- Advertisement -

„Forseti Alþingis laug blákalt“

…þegar ég sé, enn og aftur, að lygin muni sigra.

„En ég veit að forseti Alþingis laug blákalt í fjölmiðlum um atburðarásina á þingi í þessari viku, og ég veit að hann gerði það meðvitað. Það er ekki víst að þið getið vitað það, hinsvegar, og sú staða hefur tvær afleiðingar,“ skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati, meðal annars í langri grein á Facebook.

Hann nefnir tvær ástæður:

„Sú fyrri er að þið getið ekki trúað mér nema þið treystið mér til að segja satt sjálfur. Eðlilega er allur gangur á því. Ef fólk hefur virkilega ekkert að gera við sinn tíma mæli ég þó með því að fólk lesi vel fréttir af þessu, því það sést ef vel er að gáð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að reyna að sýna honum, og hans taumlausa drottnunarlosta, smá aðhald…

Sú seinni er alvarlegri: sú að forseta tekst, með áratuga reynslu af ógeðslegasta hluta hinnar svokölluðu pólitíkur, að ljúga á þann hárnákvæma hátt að hann stýrir skynjun fólks sér í vil og gegn fólkinu sem er að reyna að sýna honum, og hans taumlausa drottnunarlosta, smá aðhald,“ skrifar hann.

„Og þess vegna er lygin svo vond. Hún gerir hið rétta rangt og hið ranga rétt. Það er engin stærri synd í samskiptum fólks en meðvituð lygi. Og við eigum að hata hana (syndina, ekki syndarann), og ætlast til þess að fólk segi hlutina samkvæmt sinni bestu vitund. Þetta er ekki há krafa, heldur sjálfsögð. Sannleikurinn er grundvallaratriði. Án hans getum við alveg eins sleppt þessu.“

Og endar svo svona: „Og það vil ég ekki gera. Og þess vegna verð ég reiður þegar ég sé, enn og aftur, að lygin muni sigra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: