- Advertisement -

Ásmundur Einar stundar feluleik

Ásmundur Einar stundar feluleik – og kemst upp með það. Þingmaður útilokar ekki dómsmál til að knýja fram svör frá ráðherranum.

Þorsteinn Sæmundsson:
Annar möguleiki er að stefna ráðherrunum fyrir dóm til að fá upplýsingarnar fram.

Íbúðalánasjóður náði af fólki um 4.600 íbúðir eftir hrunið.  Sjóðurinn seldi þær fyrir um 57 milljarða króna. Árum saman hefur Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki reynt, aftur og aftur, að fá upplýsingar um  hverjir keyptu. „Þær eignir voru síðar seldar ýmist ein og ein eða í „kippum“,“ skrifar Þorsteinn í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

Það er með hreinum ólíkindum að félagsmálaráðherrann, Ásmundur Einar Daðason fái að komast upp með að sveigja lög og þingsköp til að viðhalda leyndinni um kaupendur eignanna. Hann virðist stefna ákveðið – og komast upp með það –   að „eyðileggja“ málið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Með rök minnisblaðs lögfræðisviðs Alþingis í farteskinu lagði ég fyrirspurn mína fram í sjöunda sinn nú í byrjun febrúar. Svar hefur ekki borist en þegar ýtt var eftir málinu nýlega var skyndilega beðið um ótímabundinn frest til að svara fyrirspurninni sem nú varðar upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs (nú HBS) til síðustu áramóta. Enn er beðið svars og í ljósi reynslunnar virðist félags- og barnamálaráðherra ætla að hanga á svarinu til þingloka en þá dettur fyrirspurnin upp fyrir og þarf að endurtaka hana á næsta þingi. Hvað er þá til ráða? Einfalda svarið er að hægt er að bera fram vantraust á ráðherra sem brýtur lög um ráðherraábyrgð. Hætt er við að meirihlutinn að baki viðkomandi slái um hann skjaldborg og felli vantraustið. Færi svo tæki sami meirihluti ábyrgð á lögbrotum viðkomandi ráðherra. Það yrði athyglisverð niðurstaða. Annar möguleiki er að stefna ráðherrunum fyrir dóm til að fá upplýsingarnar fram. Eitt er víst að einskis verður látið ófreistað til að fá niðurstöðu í þessu máli,“ skrifar Þorsteinn.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: