- Advertisement -

Þarf Samfylkingin að vera til?

Staða Samfylkingarinnar er eflaust önnur en hún var þá. En samt, hafa vonir jafnaðarmanna gengið eftir?

Fyrrverandi formaður og núverandi,, Árni Páll Árnason og Logi Már Einarsson.

„Hvar fór Samfylkingin út af sporinu? Hún fór út af sporinu við að verða kerfisflokkur, verða einsog og aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar ég tók þátt í að stofna Samfylkinguna þá vorum við mörg sem vildum að Samfylkingin yrði allt öðruvísi,“ sagði Stefán Jón Hafstein í samtali við mig í þættinum Sprengisandur í júní 2014. Stefán Jón var meðal þess fólks sem vann að stofnun Samfylkingarinnar.

Í næsta þætti, einni viku síðar, sagði þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég er að vissu leyti sammála Stefáni Jóni um þetta. Þegar ég fór í formannsframboðið talaði ég mikið fyrir þeirri hugmynd að Samfylkingin yrði að rækta sínar fjölbreyttu rætur. Þegar ég var ungur maður, og var að skipta mér af stjórnmálum í þeim litlu flokkum sem þá voru á vinstri væng stjórnmálamanna var þetta svo einsleitt. Ég hreyfst af því þegar Samfylkingin varð til að geta mætt á fjölmenna fundi þar sem kom saman ótrúlega ólíkt fólk úr öllum áttum.“

Í þættinum sagði Árni Páll, þáverandi formaður Samfylkingarinnar:

„Það er jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það þarf að vera flokkur jafnaðarmanna sem aðhyllist alþjóðahugmyndafræði jafnaðarmanna, hann verður alltaf til. Hann þarf ekki að heita Samfylkingin og þarf ekki að vera eins í laginu og Samfylkingin er núna og ég þarf ekki að vera formaður í honum, en hann þarf að vera til.“

Staða Samfylkingarinnar er eflaust önnur en hún var þá. En samt, hafa vonir jafnaðarmanna gengið eftir? Kannski hefur ekkert svar fengist við spurningunni hvort Samfylkingin þurfi að vera til og ekki heldur hvort Samfylkingin sé sá flokkur sem að var stefnt.

Annars, til hamingju með afmælið.

Sigurjón Magnús Egilsson.

(Höfundur er félagi í Samfylkingunni, sem og nokkrum öðrum stjórnmálaflokkum.)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: