- Advertisement -

Páll undirbýr atlögu gegn Bjarna

Sunnlenskir sjálfstæðismenn eru ósáttir.

Allt eins er reiknað með að Páll Magnússon fari í formannskjör á landsfundi Sjálfstæðisfslokksins sem verður um miðjan nóvember. Ósætti er enn vegna  þess að  Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, skuli ekki vera ráðherra. Páll og hans nánasta bakland hafa aldrei sæst á ráðherraval Bjarna Benediktssonar. Sem kann að leiða til mótframboðs.

Sunnlenskir sjálfstæðismenn benda einkum á tvennt. Það fyrra er sífellt verri staða Kristjáns Þórs Júlíussonar. Kristján Þór er oddviti flokksins í norðaustri. Tengsl hans við Samherja þykir  óviðunandi. Umdeild ákvörðun Bjarna að gera hann að sjávarútvegsráðherra þykir hálfgert asnaspark. Staða Kristjáns Þórs er veik. Og veikist. Talið væri sjálfsagt að skipta honum út og setja Pál Magnússon í ráðuneytið.

Ef ekki, ef ekki má búast við að Páll muni bjóða forystunni birginn. Til dæmis með eigin frumvarpi sem útiloki að útgerð og tengdir aðilar megi nokkru sinni ráða yfir meiru en tólf prósentum kvótans. Þar hefur Kristján Þór dregið fæturna. Harka kann að vera fram undan.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kristján Þór Júlíussoon.
Það fjarar hratt undan honum.

Hitt er svo að þeir flokksmenn sem hafa farið gegn Bjarna á landsfundi hafa uppskorið ráðherrastóla. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kristján Þór.

Þegar Páll Magnússon bauð sig fyrst fram ruddi hann sitjandi þingmönnum úr vegi. Þar á meðal sitjandi ráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Sunnlenskir sjálfstæðismenn segja stöðu hans vera sterka og tilkall til ráðherradóms vera sjálfsagt.

Víst er að öldurnar rísa og óvíst er að Bjarni geti látið sem ekkert sé.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: