- Advertisement -

Bjarni Ben segir yfirlýsingu Kára Stefánssonar byggða á veikum grunni

„Ég vil meina að fullyrðingar um að eitthvað annað standi til séu á mjög veikum grunni reistar. Mér heyrist þær eingöngu reistar á einhliða yfirlýsingum Kára Stefánssonar í gærkvöldi, sem útilokaði þó ekki að eiga aðkomu að málinu,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag.

Þar var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði:

„Telur ráðherra heppilegt að ekki hafi verið talað við til að mynda Íslenska erfðagreiningu? Ég sé það einnig að þetta kom veirufræðideildinni á Landspítalanum líka á óvart. Talað var við hana eftir blaðamannafundinn. Mér finnst þessi atburðarás ekki trúverðug, hún er ekki traustsins verð og mér finnst það miður. Ég vil bæta við einni aukaspurningu: Hvernig sér ráðherra kostnaðinn framkvæmdan? Við heyrðum allt aðrar tölur í gær en þær sem hafa verið kynntar opinberlega.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: