- Advertisement -

Hver tekur við Sjálfstæðisflokki?

Bjarni Benediktsson mun átta sig á veikri eigin stöðu. Fyrr en síðar. Bjarni hlýtur brátt að láta af formennsku í Sjálfstæðisflokki. Hann hefur samt staðið sig vel. Tók viðsnúning frá því að vilja evru og gerðist helsti útvörður krónunnar. Í valdatíð Bjarna hefur honum tekist fleira. Hann hefur komið í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni, varið kvótakerfið, lækkað veiðigjöldin, opnað dyrnar upp á gátt fyrir Norðmönnum í fiskeldi, haldið opnum leiðum til landakaupa erlendra auðmanna, tryggt lágan fjármagnstekjuskatt, fjölgað flötum nefsköttum um allt, svo eitthvað sé nefnt.

Bjarni á ýmislegt eftir. Með öllu er óvíst hvort hann hefur pólitískt þrek til að klára brýn verk fyrir eigin bakhjarla. Þar vega þyngst bankasölur, sala Leifsstöðvar og Landsvirkjunar. Kröftugar kröfur eru um þetta. Bjarni hefur farið illa með pólitíska úthaldið sitt. Spreðað því að óþörfu. Nýjasta dæmið er aðförin að heiðri Þorvaldar Gylfasonar. Bakhjarla Bjarna geta ekki verið sáttur við afleikinn þann. Þeir vilja ná fram vilja sínum. Ekkert óþarfa vesen.

Þar sem Bjarni stendur á öndinni og þrekið er að klárast er komið að stóru spurningunni. Hver tekur við formennskunni í Fálkanum við Háaleitisbraut? Fáir kandídatar eru sýnilegir. Augu flestra stöðvast við þrjár manneskjur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir  er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Kona hefur aldrei verið formaður flokksins. Þórdís Kolbrún er eflaust með þeim betri í þingflokknum. Hvorki varaformenskan né sú staðreynd að kona hafi aldrei verið formaður munu ekki duga henni. Hún verður ekki næsti formaður Sjálfstæðisflokksins.

Páll Magnússon er næstur. Hann getur gleymt þessu. Páll verður aldrei formaður Sjálfstæðisflokksins. Þannig er þetta bara. Okkur sem stöndum utan við innmúraða og innvígða, rétt eins og Páll gerir, megum ekki gleyma þessu; „Það er auðvitað kaldhæðni í því að rótgróinn sjálfstæðismaður etji kappi við innmúraðan krata af  Túngötunni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins,“ skrifaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um kollega sinn Pál Magnússon, þegar þeir tókust á um forystusæti flokksins í Suðurkjördæmi. Páll hafði betur.

Þetta kann að þykja fyndið en er fullkomin alvara. Páll á rætur yfir í Alþýðuflokkinn. Er ekki innmúraður og innvígður. Vonlausir draumar um að hann verði formaður. Ekki má gleyma að skorað er á Pál að bjóða sig fram til formanns á landsfundinum í haust. Sem hann kann að gera. Kemur í ljós.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er augljósasti kosturinn. Hann er baráttuglaður lobbýisti. Smellpassar því í valdastólinn í Valhöll.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: