- Advertisement -

Segist vera eins og farlama gamalmenni

Brynjar Níelsson skrifar um sjálfan sig:

Hef ekki verið þekktur fyrir að gera mikið til að bæta útlit mitt, þótt ekki væri vanþörf á. Hefur mjög hallað undan fæti í þeim efnum eftir covid og má segja að ég sé orðinn fullkomlega hirðulaus um eigið útlit. Nú er svo komið að sóttvarnalæknirinn neitar að sjást með mér á almannafæri. Hún hefur sagt að það muni ekki gerast aftur fyrr en ég fari í klippingu og raki mig og hætti að ganga svona innskeifur og hokinn eins og farlama gamalmenni.

Leitað hefur verið skýringa á því hvers vegna svona er fyrir mér komið. Sumir hallast að því að það sé rétt hjá vammlausu píratadrottningunni að letin ráði þarna mestu. Öðrum finnst líklegra að þarna hafi mótþróaþrjóskuröskunin komið sterk inn, eins og svo oft áður. Líklegast er þetta nú blanda af hvoru tveggja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: