- Advertisement -

233 starfa í utanríkisráðuneytinu hér

Starfsmenn utanríkisráðuneytisins á Íslandi eru 233. Þar af starfa fjórtán þeirra á Seyðisfirði, Akureyri, Ísafirði og á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við spurningum frá Albertínu Friðbjörgu Elísdóttur Samfylkingu.

Fyrsta spurning var: „Hefur ráðuneytið skilgreint hvaða störf sé hægt að vinna utan ráðuneytisins í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar? Ef já, hver eru þau störf?“

 „Ráðuneytið hefur skilgreint nokkurn fjölda starfa sem unnin eru utan ráðuneytisins og sendiskrifstofa. Einkum er um að ræða störf við bókhald, skjalavinnslu og þýðingarvinnu sem fram fer víða um landið. Starfsstöðvar eru á Ísafirði, Sauðárkróki, Seyðisfirði og Akureyri á vegum utanríkisráðuneytisins, auk þess sem ráðuneytið nýtir þjónustu sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal vegna bókhaldsvinnu. Einnig eru starfandi þýðendur við þýðingamiðstöð sem vinna í fjarvinnu án staðsetningar á starfsstöð.“

Í lok svarsins segir: „Alls fóru tvær vinnustundir í að taka þetta svar saman.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: