- Advertisement -

Rýrar fundargerðir Sorpu

Kolbrún Baldursdóttir.

„Fundargerðir SORPU eru að verða æ rýrari í samanburði við aðrar fundargerðir svo erfitt er að átta sig á innihaldi umræðunnar. Stikkorðastíllinn er sífellt að verða knappari. Hér er dæmi um fundargerð sem lögð er fram í borgarráði 29. október: Liður 1: Staða og horfur í rekstri. Liður 2: Áætlun 2021. Liður 3: Önnur mál. Liður 4: Næsti fundur. Fundi slitið. Þetta er nú allt og sumt sem öðrum, þ.m.t. eigendum fyrirtækisins er ætlað að vita eftir þennan fund. Þetta er ekki nógu gott,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, á fundi borgarráðs.

„Minnumst þess að SORPA hefur verið í verulegum rekstrarlegum vandræðum tilkomnum m.a. vegna alvarlegra mistaka í fjármálum. Ráðgjafarfyrirtækið Strategía var ráðið í vinnu til að skoða leiðir til að bjóða eigendum og minnihlutafulltrúum ríkari aðkomu að fyrirtækinu m.a. með bættri upplýsingagjöf. Sú vinna kostaði 28 milljónir. Lítið virðist hafa skilað sér til stjórnar SORPU. Eigendum og minnihlutafulltrúum er haldið út í kuldanum alla vega þegar kemur að fundargerðum. Fundargerðir eru einmitt tæki til að miðla upplýsingum, því ekki að nota það tæki betur? Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir hvort ekki séu til einhverjar reglur um fundargerðir, einhver viðmið sem fyrirtækjum í eigum borgarinnar er ætlað að fylgja þegar kemur að fundargerðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: