- Advertisement -

Brynjar nennir bara ekki í vinnuna

Brynjar Níelsson er ekki venjulegur þingmaður. Sem gæti verið aldeilis gott. En sérstaða Brynjar er honum ekki til framdráttar, ekki flokknum hans og alls ekki Alþingi. Skömm hans er mest vegna framkomu hans við Alþingi Íslendinga.

Alþingi kaus Brynjar til að gegna skyldum sínum sem fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Hann vanvirðir þingið með því að hunsa nefndina. Kannski nennir Brynjar ekki í vinnuna sína. Orð hans um starf nefndarinnar eru fullkomlega út í hött. Halda ekki vatni.

Jón Þór Ólafsson, Pírati er formaður nefndarinnar, og sinnir starfi sínu. Hvað sem hverju og einu kann að þykja um stjórnmálaskoðanir hans. Jón Þór er ötull þingmaður. Hann skrifar ádrepu. Þar hrekur hann veika vörn hæstaréttarlögmannsins og þingmannsins Brynjars Níelssonar. Jón skrifar:

„Rétt skal vera rétt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

– Hann skrópar þegar tveir af fimm helst lögspekingum landsins mæta hjá nefndinni í málinu.

1. Ef Brynjar Níelsson hefði mætt á fleiri en 4 af 15 fundum eftirlitsnefndar Alþingis myndi hann vita að nefndin hefur starfað mjög vel og mest í sátt í haust. Við höfum verið að vinna 23 mál og höfum afgreitt 5 þeirra.

2. Eina málið sem er í vinnslu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem Brynjar hefur tjáð sig um opinberlega eru Valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. („Vanhæfi sjávarútvegsráðherra“ sem Brynjar nefnir hefur þurft að bíða og „aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda“ sem Brynjar nefnir líka er í allt annari nefnd. Hvað segir það að hann viti það ekki?)

3. Í stað þess að mæta og rannsaka sóttvarnaraðgerðir í eftirlitsnefnd Alþingis, sem er stjórnarskrárbundin skylda okkar, þá skrópar Brynjar til að fara á Bylgjuna og skrifa grein á Vísir.is um „Alræði“ sóttvarnaryfirvalda sem hann á að hafa eftirlit með í eftirlitsnefnd Alþingis.

– Hann skrópar þegar tveir af fimm helst lögspekingum landsins mæta hjá nefndinni í málinu.

– Hann skrópar þegar heilbrigðisráðuneytið kemur til að útskýra sóttvarnaraðgerðir.

Ljóst er að Brynjar nennir ekki í vinnuna.

– Hann skrópar í stað þess að styðja upplýsingaóskir mínar til heilbrigðisyfirvalda sem ég þurfti að fara með beint til heilbrigðisráðherra því meirihluti Brynjars í nefndinni vildi ekki samþykkja án frekari umræðu. Heilbrigðisráðherra sendi upplýsingarnar á nefndina og er heilbrigðisráðuneytið að vinna frekari upplýsingar til að senda.

Brynjari langar ekki að vinna í eftirlitsnefnd Alþingis. Hann segist sjálfur hafa löngu ákveðið það. – Hann ætti þá bara að segja af sér í stað þess að grafa undan trausti á starfandi nefnd og hleypa að öðrum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem mætir á fundi til að setja sig inn í mikilvægasta mál samtímans og sinna sínum skyldum að hafa upplýst og málefnalegt eftirlit með sóttvarnaryfirvöldum.“

Satt best að segja er alltof langt gengið að eltast við fáránlegan fyrirslátt Brynjar Níelssonar. Ljóst er að Brynjar nennir ekki í vinnuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: