- Advertisement -

Hin eitraða forysta Vinstri grænna

Gunnar Smári skrifar:

Það er ekki bara að VG hafi fallið í fylgi eftir Hrun heldur hefur flótti þingfólks og áhrifafólks frá flokknum afhjúpað að eitthvað stórkostlegt er að þessum flokki, forysta hans er eitruð. Sem kemur kannski einhverjum á óvart, því hún hefur yfir sér mjúkan blæ.

Frá því að VG fékk 21,7% í kosningum 2009 og þar til flokkurinn mældist með 7,6% fyrir tveimur vikum hafa flúið flokkinn þingfólkið Andrés Ingi Jónsson, Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Ögmundur Jónasson er í mörgum málum í opinberri stjórnarandstöðu við flokkinn, Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins yfirgaf flokkinn með frægum ummælum og skítát og stór hópur fólks sem var í framboði fyrir flokkinn 2017 er horfinn á braut.

Forysta flokksins er því ekki aðeins að svíkja umboð sitt frá kjósendum heldur virðist hún gera þeim sem ekki fallast á stefnu hennar og ákvarðanir óbærilegt að starfa innan flokksins. Og þetta tengist, forysta sem þolir engin andmæli er dæmd til að keyra flokkinn fram af bjarginu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: