- Advertisement -

Þingmenn á hrakhólum

Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson eru sagðir, í Mogga dagsins, vera á hrakhólum. Framtíð þeirra í kjördæmi Bjarna Benediktssonar sé með öllu óviss. Þar verði treyst á að konur fái betra brautargengi en áður. Eina þingkona flokksins í kjördæminu, Bryndís Haraldsdóttir, er á þingi þar sem Bjarni færði hana upp fyrir Vilhjálm Bjarnason. Í óþökk Vilhjálms.

Mogginn segir líkur á að Óli Björn muni reyna fyrir sér í Norðausturkjördæmi og taka þannig fram úr Njáli Trausta Friðbertssyni sem dreymir um að verða oddviti flokksins í kjördæminu. Fastlega er reiknað með að Kristján Þór Júlíusson hafi leikið lokaleikinn í sinni pólitík.

Það er annað með Jón Gunnarsson. Mogginn segir hann reyna fyrir sér í Suðurkjördæmi. Hrútakofanum þeim. Þar eru fyrir á fleti; Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Þrír karlar og allir eins. Og varla þörf á þeim fjórða, sem líka er eins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er víst að þeim Óla Birni og Jóni takist flutningarnir milli kjördæma. Eflaust verður kallað eftir að konur verði framarlega á listunum í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

Fyrir norðan er vonast til að Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri gefi kost á sér og fyrir sunnan er fastlega reiknað með að Unnur Brá Konráðsdóttir tvístri hrútahjörðinni.

Mogginn segir flokkinn ætla að draga prófkjörin fram á sumar. Frestur er jú sagður á illu bestur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: