- Advertisement -

Hin íslensku „fyrirmenni“ og við hin

„Manna á meðal ganga nú list­ar á net­inu með sam­an­b­urði á launa­kjör­um bæj­ar­stjóra hér og borg­ar­stjóra í stór­borg­um úti í heimi. Ungt fólk furðar sig á að bæj­ar­stjór­ar hér skuli oft vera hærra launaðir en borg­ar­stjór­ar stór­borga. Ef þau mál koma til umræðu kem­ur líka til umræðu hækk­un á launa­kjör­um kjör­inna full­trúa á Alþingi og í sveit­ar­stjórn­um á und­an­förn­um árum, sem er hinum kjörnu full­trú­um ekki hag­stæð,“ skrifar Styrmir Gunnarsson í vikulegri grein sinni í Mogganum.

„Það er óþægi­legt bil á milli kjör­inna full­trúa og al­mennra borg­ara. Um leið og ein­stak­ling­ur er kom­inn á þing tel­ur hann sig ekki leng­ur eiga er­indi við fólkið í land­inu fyrr en nálg­ast næstu kosn­ing­ar. Frá þessu eru und­an­tekn­ing­ar en þær eru fáar. Það væri gagn­legt að þing­menn ræddu þetta í kosn­inga­bar­átt­unni og út­skýrðu þetta frá sínu sjónarmiði,“ skrifar hann.

Það versta er kannski að margt af þessu fólki flokkar sig sem „fyrirmenni“ og finnst þau vera öðru fólki fremra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðrar leif­ar af siðum frá hinni stétt­skiptu Evr­ópu er orðuglingrið og for­seta­embættið sjálft.

„Senni­lega er hér um að ræða leif­ar frá gamla Íslandi, þegar hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn töldu sig yfir aðra hafna. Þær leif­ar voru inn­flutt­ar frá því stétt­skipta þjóðfé­lagi sem var í flest­um Evr­ópu­ríkj­um og er að hluta til enn. Það er tími til kom­inn að við los­um okk­ur við þess­ar leif­ar, sem áttu og eiga ekk­ert er­indi hingað. Við lif­um í sam­fé­lagi sem var byggt upp af sjó­mönn­um og bænd­um og eig­um að vera stolt af því,“ skrifar Styrmir.

Styrmir er ekki hrifinn af forsetaembættinu.

„Aðrar leif­ar af siðum frá hinni stétt­skiptu Evr­ópu er orðuglingrið og for­seta­embættið sjálft. Hvort tveggja á að leggja niður. Það er bein­lín­is hlægi­legt að það skuli hafa verið flutt­ir inn til Bessastaða hirðsiðir frá dönsku kon­ungs­hirðinni!

Við eig­um skipu­lega að út­rýma þess­um inn­fluttu siðum frá stétt­skiptri Evr­ópu. Kannski fram­bjóðend­ur ættu að leita eft­ir umboði kjós­enda til þess?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: