- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki í margra flokka ríkisstjórn

Davíð skrifar í framhaldi af skoðanakönnun MMR fyrir Moggann og leggur línurnar fyrir Bjarna Benediktsson:

Yrðu úr­slit kosn­ing­anna í sama dúr og könn­un­in þá er aug­ljóst að marga flokka þyrfti til að koma sam­an rík­is­stjórn. Jafn­vel þótt stærsti flokk­ur­inn, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, ætti sæti í rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar, þá þyrftu samt fjór­ir flokk­ar að koma að henni! Það ligg­ur í aug­um uppi að það er ekki í anda eða þágu Sjálf­stæðis­flokks­ins að taka þátt í eða leiða slíka rík­is­stjórn. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur lengst af verið tákn­mynd stöðug­leika í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Frá því eru þó ný og göm­ul frá­vik. Klofn­ing­ur í flokkn­um fyr­ir 40 árum endaði með því að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins leiddi stjórn­ar­and­stöðuna og vara­formaður sama flokks leiddi rík­is­stjórn­ina! Þetta hljóm­ar helst eins og að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði orðið alls­ráðandi í land­inu frá fe­brú­ar 1980 og næstu rúm þrjú árin þar á eft­ir. En þessi öm­ur­leika­tími flokks­ins sýndi um leið að yrði þunga­vigtar­flokk­ur lands­ins úr leik þá stæðu lík­ur til að þjóðar­hag­ur yrði stór­lega laskaður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: