- Advertisement -

Viðskiptablaðið er búið að fá nóg af Bjarna

Gunnar Smári skrifar:

Mismunurinn á fjármagnstekjuskatti í Danmörku og Íslandi af þeim 73 milljörðum sem eigendur Símans ætla að borga sér í arð er 15 milljarðar. Bara það eitt er 17% af gatinu.

Meira að segja Viðskiptablaðið er búið að fá nóg af Bjarna. Blaðið vill reyndar, eins og alt-hægrið, skera niður opinbera þjónustu til að stoppa upp í gatið á ríkissjóði og leggja þar með af það sem eftir er af velferðarkerfinu.

En gatið er samt stórt vandamál, sérstaklega þar sem verið er að safna skuldum upp í venjulegan rekstur ríkissjóðs, ekki innviðauppbyggingar sem skila mun betra samfélagi í framtíðinni.

Gatið er tilkomið vegna svívirðilegra skattalækkana til hinna ríku sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir á undanförnum áratugum. Það vantar 90 milljarða króna upp á að Bjarni nái endum saman vegna þess. Og það þótt hann hafi vanrækt heilbrigðiskerfið um 70 milljarða, hafi skattlagt launafólk miklu meira en áður var, lækkað örorku- og ellilaun og vanrækt viðhald á innviðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni myndi auðvitað vilja skera niður til að ná endum saman. En Vg og Framsókn vilja það ekki. Og þar sem Bjarni vill ekki hækka skatta á hin ríku er ríkissjóður keyrður áfram í blússandi mínus. Það er verið að safna upp skuldum sem þið og börnin ykkar munið borga; annað hvort í hærri sköttum eða minni opinberri þjónustu.

Nema við komum þessu liði frá og leggjum eðlilega skatta á fjármagns- og fyrirtækjaeigendur.

Mismunurinn á fjármagnstekjuskatti í Danmörku og Íslandi af þeim 73 milljörðum sem eigendur Símans ætla að borga sér í arð er 15 milljarðar. Bara það eitt er 17% af gatinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: