- Advertisement -

Katrín virðist sallaróleg í óðaverðbólgu

„…þar hef­ur Ísland tekið for­ystu á alþjóðavett­vangi…“

Katrín Jakobsdóttir.

Meðan fólk kreppir hnefana í vasanum og bíða voveiflegra tíðinda, frá Seðlabankanum, þegar þaðan berast enn og aftur fréttir af vaxtahækkun. Fólk er að bugast. Hvað ætlar æðsta stjórn landsins að gera. Loks skrifar Katrín forsætisráðherra grein. Sú er í Mogga dagsins.

Greinin fjallar bara ekkert um ríkjandi neyð. Alls ekki. Greinin er um brýnt málefni. En ekki bráða neyð á þúsundum heimila á Íslandi. Margt fólk getur varla sofið af áhyggjum. Líf þess er erfitt. Sama hvort fólk trúði Bjarna Ben um að hér væri komið endalaust lágvaxtaskeið og festi kaup á íbúðum Afborganir hafa tvöfaldast. Fólk er að bugast.

Ekki eru leigjendur betur settir. Alls, alls ekki. Úborguð laun margra duga ekki fyrir húsaleigunni einni saman. Það er neyðarástand hjá þeim sem minnst hafa. Eflaust hefur fólk beðið þess að forsætisráðherra tæki á vandanum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vonandi gengur það eftir.

Svo kom grein eftir Katrínu. Greinin eru um eitthvað allt annað. Þar segir Katrín: „Fullt jafnrétti 2030“. Vonandi gengur það eftir. Þessi annars ágæta grein mátti alveg vera númer tvö í röðinni. Fyrst hefði mátt flytja fólki í neyð jákvæð skilaboð. Nei, svo er ekki.

Í greininni um fullt jafnrétti eftir sjö ár fellur Katrín enn og aftur þetta rugl að við séum best í heimi:

„Tækn­in hef­ur skapað nýj­an vett­vang fyr­ir kyn­bundið of­beldi en þar hef­ur Ísland tekið for­ystu á alþjóðavett­vangi með því að leiða ásamt öðrum þjóðum bandalag sem ber yf­ir­skrift­ina Kyn­slóð jafn­rétt­is.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: