- Advertisement -

Sjálfstæðisflokki mistókst hraðaupphlaupið

Eins og kom fram í frétt hér á Miðjunni í gær, var Njáli Trausta Friðbertssyni, Sjálfstæðisflokki og varaformanni utanríkismálanefnd, ætla að kýla áfram í nefndinni bókun 35. Honum var gert að nýta þá smugu sem myndaðist meðan Bjarni Jónsson, úr Vinstri grænum og formaður nefndarinnar, var að funda í Strassborg.

Sjálfstæðisflokkurinn, og ekki síst varaformaðurinn og utanríkisráðherrann, Þórdís K.R. Gylfadóttir, reyndu hvað hægt var að fá málið úr nefndinni meðan Bjarni Jónsson var fjarverandi. Það mistókst.

Í Mogganum í dag segir:

„Til stóð að á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, sem halda á kl. 13.00 í dag, yrðu gesta­kom­ur vegna frum­varps ut­an­rík­is­ráðherra til laga um breyt­ingu á lög­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið, sem varðar bók­un 35 um for­gangs­reglu hans í ís­lensk­um rétti. Dag­skrá fund­ar­ins var hins veg­ar fyr­ir­vara­laust breytt í gær og er nú aðeins eitt mál á dag­skrá, þings­álykt­un­ar­til­laga um rann­sókn­ar­set­ur ör­ygg­is- og varn­ar­mála.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er þriðji fund­ur nefnd­ar­inn­ar í vik­unni. Líkt og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær hef­ur Bjarni Jóns­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, verið er­lend­is en Njáll Trausti Friðberts­son vara­formaður stýrt starfi nefnd­ar­inn­ar á meðan og kapp­kostað að hraða af­greiðslu máls­ins. Formaður­inn lýsti óánægju með það og tel­ur það í ósam­ræmi við það sem lagt hafi verið upp með í góðu sam­komu­lagi að hann hélt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: